Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 749/1977
Gjaldár 1976
Lög nr. 68/1971, 11. gr. B-liður
Töpuð skuld
Málsatvik voru þau, hvort kæranda væri heimilt að færa til gjalda tapaða útistandandi skuld að upphæð kr. 6.190.824,- vegna gjaldþrots hlutafélags, en kærandi var aðalhluthafi í því félagi.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Eins og atvikum málsins er háttað telst skuldin ekki stafa beinlínis af atvinnurekstri kæranda í skilningi 11. gr. B-liðs laga nr. 68/1971 og er úrskurður skattstjóra staðfestur.“