Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 78/1976
Gjaldár 1974
Lög nr. 68/1971, 11. gr. C-liður
Risna presta
Kærandi, sem gegndi prestsembætti í sveit, krafðist þess að fá til frádráttar kostnað vegna risnu að upphæð kr. 42.000,-.
Segir svo í úrskurði ríkisskattanefndar:
„Vitað er, að ýmsir prestar í strjálbýli hafa um langan tíma staðið straum af kostnaði við risnu, sem telja má í beinu sambandi við embætti þeirra svo sem greinir í kæru gjaldanda. Með heimild í C-lið 11. gr. skattalaga, þykir rétt að heimila kæranda nokkurn frádrátt af þessum sökum og telst hann hæfilega metinn kr. 30.000,-.“