Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 815/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 11. gr. C-liður  

Embættiskostnaður

Kærandi, sem var sóknarprestur í þéttbýli, kærði lækkun skattstjóra á frádrætti vegna skrifstofuhalds í húsi hans úr kr. 96.007,- í kr. 40.000,-. Samkvæmt sérkjarasamningi milli Prestafélags Íslands og fjármálaráðherra fékk hann ofangreinda upphæð sem þóknun fyrir starfsaðstöðu, sem hann lét í té embættisins vegna. Af upphæð þessari skattlagði skattstjóri kr. 56.007,- eins og áður er sagt.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Samkvæmt fyrrnefndu samningsákvæði er um að ræða þóknun fyrir starfsaðstöðu embættisins vegna, sem kærandi lætur í té á heimili sínu, þar með talið þau óþægindi og röskun, sem því fylgja að ætla verður. Með vísun til C-liðs 11. gr. laga nr. 68/1971 og eðlis þóknunarinnar að öðru leyti, og þess ennfremur, að gögn málsins bera ekki með sér, að greiðslan sé óeðlilega há. Þykir eiga að taka kröfu kæranda til greina.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja