Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 758/1976
Gjaldár 1975
Lög nr. 68/1971, 12. gr. A-liður
Afföll
Málsatvik voru þau, að kærandi tilgreindi í framtali sínu, D-lið á bls. 4 greidd afföll af skuldabréfi til S h.f. kr. 83.000,-. Að öðru leyti gat kærandi ekki um afföll þessi í framtalinu. Í kæru fór kærandi síðan fram á að afföll þessi yrðu heimiluð til frádráttar og upplýsti að skuldabréfið væri útgefið til 5 ára.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Kærandi var sjálfur útgefandi bréfs þess, er gekk til greiðslu á kaupverði bifreiðarinnar. Taka reglur um afföll af seldum verðbréfum samkvæmt A-lið 12. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt því ekki til þessara viðskipta.“