Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 322/1977

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 12. gr. A-liður  

Afföll

Á framtali sínu 1976 hafði kærandi tekið fram, að hann hefði keypt málverk af málverkasölu í Reykjavík á kr. 400.000,- og greitt það með skuldabréfum að eftirstöðvum kr. 639.000,- auk áfallinna vaxta kr. 42.600,-. Fór kærandi fram á að fá til frádráttar kr. 281.600,- sem afföll af sölu skuldabréfa.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Afhending skuldabréfa þeirra, er í máli þessu greinir, þykir ekki verða jafnað til sölu verðbréfa samkvæmt A-lið 12. gr. skattalaga. Skortir því heimild til að taka kröfu kæranda til greina. Er úrskurður skattstjóra því staðfestur.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja