Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 563/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 13. gr. D-liður  

Lífeyriskaup

Kærandi flutti lífeyrissjóðsréttindi úr Lífeyrissjóði Verkfræðingafélags Íslands í Lífeyrissjóð Kópavogskaupstaðar. Greiddi hann vegna flutningsins kr. 367.350,- og færði til frádráttar sem greidda vexti. Skattstjóri taldi að hér væri um að ræða greiðslu vegna réttindakaupa og heimilaði upphæðina til frádráttar á 5 árum. Kærandi krafðist þess í kæru til ríkisskattanefndar, að litið yrði á þessa upphæð sem vexti og ákvörðun skattstjóra yrði hnekkt.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Í lögum um tekjuskatt og eignarskatt er ekki bein heimild til að draga frá tekjum á einu ári greiðslur slíkar er um ræðir í máli þessu. Hins vegar þykir með hliðsjón af 3. mgr. D-liðs 13. gr. laganna, sbr. 4. mgr. B-liðs 34. gr. reglugerðar nr. 245/1963 mega heimila hana til frádráttar á 5 árum.

Með þessari athugasemd er úfskurður skattstjóra staðfestur.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja