Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 392/1976
Gjaldár 1975
Lög nr. 68/1971, 13. gr. D-liður
Lífeyrisgreiðslur
Meðal kæruatriða var höfnun skattstjóra á því að taka til greina tilfærð iðgjöld vegna slysa- og sjúkratryggingar, kr. 26.675,-. Ríkisskattanefnd heimilaði kæranda að draga frá tekjum sínum kr. 3.978,- en það var sá hluti iðgjaldsins, sem stafaði frá tryggingu vegna dauðdaga af völdum slysa.