Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 23/1976

Gjaldár 1974

Lög nr. 68/1971, 13. gr. F-liður  

Dagpeningar

Málsatvik voru þau skv. skýrslu kæranda, að hinn 13. janúar 197 2 varð hann fyrir alvarlegu slysi á vinnustað sínum við Þverbrekku í Kópavogi, þar sem hann starfaði sem byggingarverkamaður.

Nú hafði hann ekki starfað hjá fyrirtækinu lengur en svo, að hann átti ekki rétt á launuðu veikindafríi nema um einnar viku tíma. Að þeim tíma liðnum samdist svo um með honum og vinnuveitanda, að vinnuveitandi héldi áfram að greiða honum vikulega upphæð, sem næmi föstum launum starfandi verkamanna hjá honum, þá að frádregnum þeim slysadagpeningum, sem kærandi kæmi til með að fá hjá Tryggingastofnuninni, og skyldi vinnuveitandi sjá um að sækja þá til Tryggingastofnunarinnar og koma þeim til hans. Skyldi þessi viðbótargreiðsla vinnuveitanda vera skoðuð sem fyrirframgreiðsla upp í skaðabætur, er hann kynni siðar að verða dæmdur til að greiða. Útfærsla þess samkomulags varð síðan á þann veg, að fyrirtækið greiddi kæranda vikulega full laun, en hirti dagpeningana. Síðan hljóðaði launamiðinn upp á heildarupphæð greiðslnanna, en dagpeninganna ekki getið sérstaklega, sem síðan leiddi til skattlagningar þeirra. Ríkisskattstjóri leit svo á, að kærandi hefði ekki átt rétt á dagpeningum, þar sem hann hafi notið fullra launa. Hins vegar hafi vinnuveitandi átt til þeirra rétt skv. 5. mgr. 33. gr. laga nr. 67/1971.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Tilhögun sú á greiðslu slysadagpeninga, sem að framan er lýst, þykir eigi valda því, að kærandi missi rétt til frádráttar samsvarandi fjárhæðar, enda eru þeir fortakslaust frádráttarhæfir sem slíkir eftir F-lið 13. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja