Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 101/1978

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 15. gr.  

Fyrningar - Tap á sölu

Málavextir voru þeir, að á árinu 1974 seldi kærandi bát og var skattskyldur hagnaður af sölu hans kr. 215.765,-. Hagnaðurinn var skv. ósk kæranda færður til fyrningar á viðbyggingu, sem kærandi átti, en seldi árið 1975 til niðurrifs með tapi. Kærandi færði til gjalda tap vegna sölunnar en tók þá ekki tillit til fyrrgreindrar fyrningar.

Af hálfu kæranda var farið fram á, að aðrar fyrnanlegar eignir hans yrðu fyrndar sérstakri fyrningu er næmi söluhagnaði af bátnum og var fallist á kröfuna af hálfu ríkisskattstjóra.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Með tilliti til þess að kærandi var búinn að ákveða að fyrna viðbygginguna sérstakri fyrningu er næmi söluhagnaði báts, er ekki fallist á að breyta því, þó svo að viðbyggingin hafi nú verið seld með tapi.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja