Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 651/1977
Gjaldár 1976
Lög nr. 68/1971, 15. gr. A-liður
Fyrningar
Kærandi, sem var launþegi á arkitektastofu en vann lítillega að sjálfstæðum verkefnum, fór fram á að fá bifreiðakostnað frádreginn tekjum þ.m.t. fyrningu skv. A-lið 1. mgr. 15. gr. Sami aðili hafði selt bifreið á árinu með skattskyldum hagnaði. Krafðist hann þess að sér yrði heimiluð sérstök fyrning á móti skattskyldum söluhagnaði skv. 5. mgr. D-liðar 15. gr. laga nr. 68/1971.
Ríkisskattanefnd taldi, að eins og starfi kæranda væri háttað, bæri eigi að líta á bifreiðir þær, sem í málinu greindi, sem tæki til atvinnurekstrar, er félli undir 15. gr. laga nr. 68/1971.