Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 1070/1978
Gjaldár 1977
Lög nr. 68/1971, 18. gr. 2. mgr.
Tekjufærsla - Fasteignasala
Kærandi, er rak fasteignasölu, fór þess á leit, að honum yrði heimilað að flytja hluta tekna af þeirri starfsemi milli ára á þeim forsendum, að hann innti af höndum ýmsa þjónustu við viðskiptavini sína, eftir að þeir hefðu greitt sölulaun. Einkum væri í þeim efnum um að ræða gerð afsala vegna kaupsamninga, er frá hafi verið gengið árið áður.
Ríkisskattanefnd taldi í úrskurði sínum ekki ástæðu til að breyta frá þeirri aðalreglu að færa sölulaun við sölu fasteigna til tekna á því ári, sem greiðsla fer fram.