Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 169/1976
Gjaldár 1975
Lög nr. 68/1971, 18. gr. 3. mgr.
Tekjudreifing - Sérsköttun barns
Kærandi hafði tilfært frádrátt vegna sérsköttunar barns kr. 335.078,-. Hafði barnið, dóttir kæranda, verið talin hafa haft tekjur að upphæð kr. 361.000,- frá hlutafélagi, sem kærandi og eiginkona hans áttu að 98,33%. Auk þess hafði hún haft tekjur frá tveim öðrum aðilum og var í skóla. Í úrskurði skattstjóra segir, að þegar tekið sé tillit til skólavistar barnsins þyki tekjur þess með ólíkindum og líklegt, að um tekjudreifingu væri að ræða. Var tilmælum um sérsköttun því hafnað.
Ríkisskattanefnd staðfesti úrskurð skattstjóra.