Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 653/1977

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 22. gr. D-liður  

Afskriftir vörubirgða

Kærandi, sem var lyfsali, krafðist þess að fá heimild til þess að lækka vörubirgðir um 22,5% í framtali 1976. Hafði hann tekið við rekstri apóteksins árið 1973. Í árslok það ár nam niðurfærsla vörubirgða 7,5% en í árslok 1974 8%. Skattstjóri heimilaði kæranda að lækka vörubirgðir um 15% í árslok 1975 og er það sá úrskurður sem kærður var.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Ákvæði D-liðs 22. gr. laga nr. 68/1971 sbr. og 10. gr. laga nr. 7/1972 þykja eigi veita kæranda heimild til hækkunar á niðurfærslu vörubirgða sinna árlega meira en svo, að hámarkið 30% náist í fjórum jöfnum áföngum. Kærandi notfærði sér ekki áfangahækkun 7,5% í árslok 1974. Ber því að staðfesta úrskurð skattstjóra að niðurstöðu til.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja