Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 394/1977
Gjaldár 1976
Lög nr. 68/1971, 25. gr. B-liður
Persónuafsláttur aðfluttra
Málavextir voru þeir, að kærandi flutti til Íslands á árinu 1974 og starfaði allt árið 1975 hér á landi. Hins vegar tilkynnti hann Hagstofu Íslands ekki komu sína, fyrr en á árinu 1975. Skerti skattstjóri persónuafslátt kæranda í hlutfalli við dvalartíma hans hér skv. þjóðskrá. Krafðist kærandi þess að njóta óskerts persónuafsláttar allt árið 1975.
Ríkisskattanefnd féllst á kröfur kæranda.