Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 463/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 25. gr. B-liður  

Óvígð sambúð - Lífeyrisgreiðslur

Málavextir voru þeir, að kærandi bjó í óvígðri sambúð með barnsmóður sinni. Átti hún dreng, sem ekki var fullra 18 ára, en naut greiðslna úr lífeyrissjóði vegna drengsins að upphæð kr. 160.977,-. Færði skattstjóri upphæð þessa á framtal kæranda, en hann taldi greiðslur þessar sér óviðkomandi.

Ríkisskattanefnd taldi upphæð þessa ekki skattskylda hjá kæranda og tók kröfu hans til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja