Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 562/1976

Gjaldár 1975

Lög nr. 68/1971, 37. gr.  

Tilkynning skattstjóra

Kærandi krafðist þess, að tekjuviðbót skattstjóra yrði felld niður, þar sem ekki hefði verið gætt ákvæða skattalaga um að gefa sér kost á að gera grein fyrir bifreiðaafnotum sínum, áður en skattstjóri mat þau til skattgjaldstekna.

Ríkisskattanefnd hafnaði kröfu kæranda á þeirri forsendu, að skattstjóri hefði tilkynnt kæranda um matið og gefið honum jafnframt 7 daga til andsvara, ef hann hefði eitthvað við það að athuga.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja