Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 275/1977
Gjaldár 1976
Lög nr. 68/1971, 37. gr.
Tilkynningarskylda
Málavextir voru þeir, að kærandi taldi ekki fram í framtalsfresti. Kærði hann álögð gjöld með bréfi til skattstjóra dags. 9.8. 1976. Skattframtal barst skattstjóra síðan með bréfi dags. 13.9. 1976. Skattstjóri gerði ýmsar breytingar á framtalinu og lagði gjöld á kæranda í samræmi við það.
Kærandi kærði álagninguna til ríkisskattanefndar. Taldi hann breytingar skattstjóra algjörlega óréttmætar og að forminu til ólöglegar, þar sem honum hefði ekki verið gefinn kostur á að gæta hagsmuna sinna, áður en ákvörðun um þessar breytingar hefðu verið teknar af hálfu skattstjóra sbr. 37. gr. laga nr. 68/1971.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir, að tilkynningarákvæði 37. gr. skattalaganna eigi ekki við, þegar svo standi á, að framtali er ekki skilað fyrr en með kæru. Var úrskurður skattstjóra staðfestur.