Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 275/1977

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 37. gr.  

Tilkynningarskylda

Málavextir voru þeir, að kærandi taldi ekki fram í framtalsfresti. Kærði hann álögð gjöld með bréfi til skattstjóra dags. 9.8. 1976. Skattframtal barst skattstjóra síðan með bréfi dags. 13.9. 1976. Skattstjóri gerði ýmsar breytingar á framtalinu og lagði gjöld á kæranda í samræmi við það.

Kærandi kærði álagninguna til ríkisskattanefndar. Taldi hann breytingar skattstjóra algjörlega óréttmætar og að forminu til ólöglegar, þar sem honum hefði ekki verið gefinn kostur á að gæta hagsmuna sinna, áður en ákvörðun um þessar breytingar hefðu verið teknar af hálfu skattstjóra sbr. 37. gr. laga nr. 68/1971.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir, að tilkynningarákvæði 37. gr. skattalaganna eigi ekki við, þegar svo standi á, að framtali er ekki skilað fyrr en með kæru. Var úrskurður skattstjóra staðfestur.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja