Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 117/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 37. gr.  

Tortryggilegt framtal

Kærandi hafði ekki talið fram, og álagning skattstjóra byggst á áætluðum gjaldstofnum. Með kæru til ríkisskattanefndar fylgdi framtal, sem krafist var að lagt yrði til grundvallar við álagningu.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Rekstrarreikningur sá, er framtalinu fylgir, sýnir rekstrarhagnað kr. 7.042,- og hefur kærandi þá ekki reiknað sér laun að því er séð verður. Tap samkvæmt framlögðum rekstrarreikningi fyrir árið 1975 nemur kr. 190.994,-. Engar skýringar er að finna í gögnum málsins á þessari afbrigðilegu rekstrarafkomu. Að svo vöxnu máli verður skattframtal hans ekki lagt til grundvallar álagningu og er úrskurður skattstjóra staðfestur.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja