Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 184/1976
Gjaldár 1970-1972
Lög nr. 68/1971, 37. gr., sbr. 38. gr.
Vefenging framtals
Rannsóknardeild ríkisskattstjóra tók bókhald og framtalsgögn gjaldþegns nokkurs, sem hafði með höndum sjálfstæðan rekstur, til rannsóknar, og leiddi sú rannsókn til hækkunar á tekjuskatti og útsvari gjaldárin 1970, 1971 og 1972. Gjaldandi kærði þessar hækkanir til niðurfellingar.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Ríkisskattstjóri áætlaði kæranda hreinar tekjur að nýju fyrir ofangreind gjaldár án tillits til framtala hans.
Af skýrslu rannsóknardeildar verður ekki séð, að tekjuframtal kæranda sé efnislega rangt og gegn eindregnum mótmælum kæranda, þykir eigi hafa verið sýnt fram á, að bókhaldi hans sé svo áfátt, að á því verði eigi byggð skattskil hans. Ber því að taka aðalkröfu kæranda til greina.“