Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 431/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 37. gr. 2. mgr.  

Áætlun

Kærandi taldi ekki fram og áætlaði skattstjóri honum hreinar

tekjur kr. 6.500.000,- og sömu upphæð sem gjaldstofn við útsvarsálagningu. Var áætlun þessi kærð til ríkisskattanefndar, án þess þó að framtal fylgdi.

Ríkisskattanefnd segir í úrskurði sínum, að upplýst sé, að bú kæranda sé undir gjaldþrotaskiptum og því efni til að áætla tekjur hans að nýju. Voru tekjur til álagningar tekjuskatts áætlaðar kr. 1.000.000,- og til útsvars kr. 1.200.000,-.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja