Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 719/1976
Gjaldár 1975
Lög nr. 68/1971, 40. gr., 41. gr.
Kæra - Óverulegir skattahagsmunir
Kærandi hafði keypt reiknivél og krafðist þess að fyrning hennar, kr. 861,- yrði talin frádráttarbær. Af hálfu ríkisskattstjóra var bent á, að kærandi væri við nám og myndi því umrædd reiknivél ekki vera atvinnutæki.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Fallast má á það með kæranda, að eins og atvinnu hans var háttað á árinu 1974 hafi umrædd reiknivél verið það tengd henni, að hann eigi rétt til fyrningarfrádráttar eins og hann krefst. Hins vegar er um svo óverulega skattahagsmuni að ræða af hans hálfu þetta skattár, að eigi þykja efni til að reikna skatta hans að nýju af þeim sökum.“