Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 138/1976

Gjaldár 1975

Lög nr. 68/1971, 40. gr.  

Kærufrestur til skattstjóra

Hinn 21.7. 1975 sendi skattstjóri kæranda bréf, þar sem tilkynnt er lækkun í kr. 50.000,- á frádrætti vegna starfa konu við atvinnurekstur kæranda. Kærði hann viðkomandi breytingu til skattstjóra en ekki fyrr en eftir að kærufrestur var útrunninn, en kærandi kvaðst hafa verið í sumarfríi tímabilið 18.7. til og með 19.8. 1975 og hafi því ekki getað kært til skattstjóra innan loka kærufrestsins. Vísaði skattstjóri kærunni frá, en kærandi áfrýjaði þeim úrskurði til ríkisskattanefndar.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir m.a.:

„Eins og atvikum málsins er háttað, má taka kæruna til efnisúrlausnar.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja