Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 738/1976

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 41. gr.  

Kærufrestur

Kærandi gekk í hjónaband 23.5. 1975 og varð um það leyti breyting á heimilisfangi hans. Skattstjóri sendi samt sem áður úrskurð sinn á heimilisfang kæranda skv. þjóðskrá, sem hafði það í för með sér að bréfið barst honum ekki í hendur fyrr en kærufrestur til ríkisskattanefndar var útrunninn. Með tilliti til málavaxta taldi ríkisskattanefnd rétt að taka erindi kæranda til efnisúrlausnar.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja