Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 94/1976

Gjaldár 1975

Lög nr. 68/1971, 41. gr.  

Frávísun - Kæra tilefnislaus

Kærandi gerði þá kröfu, að ríkisskattanefnd endurskoðaði álagningu opinberra gjalda, sem á hann voru lögð gjaldárið 1975, en tók jafnframt fram, að skattstjóri hefði fellt niður tekjuskattinn og lækkað útsvarið í kr. 23.900,-.

Af hálfu ríkisskattstjóra var gerð frávísunarkrafa og bent á að skattstjóri hefði við afgreiðslu kærunnar ákvarðað hluta persónuafsláttar til greiðslu útsvars jafnháan álögðu útsvari og hefði ríkissjóður því greitt útsvar kæranda að fullu.

Féllst ríkisskattanefnd á frávísunarkröfuna.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja