Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1145/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 40. gr, 41. gr.  

Kæruheimild - Frávísun

Málavextir voru þeir, að kærandi fór fram á frestun skattlagningar söluhagnaðar að fjárhæð kr. 213.489,- vegna sölu fasteignar. Skattstjóri óskaði eftir því, að kærandi legði fram nótur vegna byggingaframkvæmda. Kærandi sagði gögnin glötuð og áætlaði skattstjóri þá viðbótarhagnað kr. 1400.000,-, en heimilaði frestun á skattlagningu. Kærandi vildi ekki una þessari áætlun skattstjóra og krafðist þess, að hún yrði úr gildi felld.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Litið er svo á, að kæruheimild samkvæmt 40. gr. og 41. gr. laga nr. 6 8/1971 nái aðeins til álagðs skatts, en ekki annarra atriða, sem framtal hefir að geyma.

Ákvörðun skattstjóra breytti ekki tekjuskatti kæranda. Þykir því að svo komnu máli eigi efni til að taka afstöðu til kærumáls þessa. Ber því að vísa kærunni frá.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja