Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 405/1978

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 40. gr, 41. gr.  

Kæruheimild

Með kæru til ríkisskattanefndar, dags. 31. maí 1977, krafðist kærandi þess annars vegar að tekjuviðbót skattstjóra vegna hagnaðar af skiptum á hlutabréfum yrði niður felld og hins vegar að frádráttarliðurinn 50% af launum eiginkonu yrði tekinn til greina að fullu. Úrskurður skattstjóra um fyrra kæruatriðið var uppkveðinn þ. 13. maí 1977, en um hið síðara þ. 8. október 1976. Af hálfu ríkisskattstjóra var

krafist frávísunar á síðara kæruatriðinu, þar sem kæra varðandi það atriði virtist of seint fram komin.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo um þetta atriði:

„Með kæru sinni dags. 31. maí 1977 til ríkisskattanefndar er kærandi að kæra skatt (a) sinn, samkvæmt heimild í 41. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 40. gr. sömu laga. Krafan um lækkun álagningar er öðrum þræði byggð á því, að skattstjóri hafi ranglega synjað um 50% frádrátt frá launatekjum eiginkonu. Fallast ber á, að þessari málsástæðu geti kærandi komið að í kærumálinu og eigi rétt á efnislegri úrlausn um það atriði.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja