Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 651/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 68/1971, 40. gr, 41. gr.  

Frávísun

Kærandi fékk greitt mistalningsfé kr. 127.769,- á árinu 1976. Umboðsmaður kæranda gerði fyrir hans hönd þá kröfu að mistalningsféð yrði dregið frá tekjum við útreikning gjaldstofna til útsvarsálagningar gjaldárið 1977. Skattstjóri hafði synjað kæranda um þennan frádrátt á þeirri forsendu, að hvergi væri að finna heimild fyrir honum í útsvars- og skattalögum.

Af hálfu ríkisskattstjóra var krafist staðfestingar á úrskurði skattstjóra.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Með því að í máli þessu liggja eigi fyrir upplýsingar um grundvallaratriði þess, svo sem efni samnings milli kæranda og vinnuveitanda hans varðandi greiðslu mistalningsfjár, þykir bera að vísa kærunni frá að svo stöddu.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja