Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 696/1976
Gjaldár 1974
Lög nr. 68/1971, 41. gr., 37. gr.
Spurningum ríkisskattanefndar ekki svarað
Kærandi hafði selt spariskírteini með 18.000,- kr. hagnaði. Var söluverðið kr. 178.000,- en upphaflegt nafnverð kr. 160.000,-. Hafði skattstjóri skattlagt söluhagnaðinn en kærandi taldi hann skattfrjálsan.
Ríkisskattanefnd óskaði frekari upplýsinga varðandi kaup og sölu téðra vísitölubréfa. Engar slíkar upplýsingar bárust, og var því þessum kærulið vísað frá „að svo stöddu“.