Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 332/1977

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 41. gr.  

Úrskurðarheimild ríkisskattanefndar

Kærandi krafðist þess að endurgreidd fargjöld kr. 70.560,- væru ekki talin til útsvarsskyldra tekna gjaldárið 1976.

Ríkisskattstjóri krafðist þess, að kærunni yrði vísað frá, þar sem hið umdeilda atriði hefði ekki komið til úrlausnar hjá skattstjóra.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Kæran barst ríkisskattanefnd í kærufresti. Ber því að úrskurða kæruatriði efnislega. Endurgreiddur kostnaður, viðurkenndur sem slíkur af skattyfirvöldum, verður eigi talinn til útsvarsskyldra tekna. Kæran er tekin til greina.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja