Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 332/1977
Gjaldár 1976
Lög nr. 68/1971, 41. gr.
Úrskurðarheimild ríkisskattanefndar
Kærandi krafðist þess að endurgreidd fargjöld kr. 70.560,- væru ekki talin til útsvarsskyldra tekna gjaldárið 1976.
Ríkisskattstjóri krafðist þess, að kærunni yrði vísað frá, þar sem hið umdeilda atriði hefði ekki komið til úrlausnar hjá skattstjóra.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Kæran barst ríkisskattanefnd í kærufresti. Ber því að úrskurða kæruatriði efnislega. Endurgreiddur kostnaður, viðurkenndur sem slíkur af skattyfirvöldum, verður eigi talinn til útsvarsskyldra tekna. Kæran er tekin til greina.“