Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 697/1976

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 42. gr.  

Kæruheimild

Kærð var álagning opinberra gjalda á kæranda gjaldárin 1969, 1970, 1971, 1972, 1973 og 1974.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Ríkisskattstjóri tók sum hinna álögðu gjalda til endurskoðunar samkvæmt heimild í 42. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 16. gr. laga nr. 7/1972. Felldi hann niður álagðan tekjuskatt og eignarskatt gjaldárin 1970-1974. Til annarra álagðra gjalda er ekki tekin afstaða í úrskurði ríkisskattstjóra. Ríkisskattanefnd hafði áður með úrskurðum dags. 16. febr. 1971 staðfest álagningu gjaldársins 1969. Með vísan til þessa og niðurlagsákvæðis áðurnefndrar 42. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt þykir kærandi eigi hafa öðlast kærurétt til ríkisskattanefndar á þeim gjöldum, sem eftir standa. Er kærunni því vísað frá.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja