Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 393/1977

Gjaldár 1976

Lög nr. 68/1971, 47. gr.  

Viðurlög

Framtali var ekki skilað á réttum tíma og beitti skattstjóri því 15% viðurlögum á gjaldstofna. Í kæru til ríkisskattanefndar er þess getið, að kærandi hafi verið veikur og frá vinnu frá því um mánaðamótin febr. - mars 1976 og í u.þ.b. 3 vikur. Þar sem hann starfi einn á skrifstofu sinni hafi þetta leitt til mikillar röskunar á starfsháttum. Af hálfu ríkisskattstjóra var fallist á, að viðurlögum yrði ekki beitt að þessu sinni.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Eftir atvikum þykir mega taka kæruna til greina og fella niður að þessu sinni umrædd 15% viðurlög samkvæmt heimild í 8. mgr. 47. gr. laga nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja