Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 324/1977
Gjaldár 1976
Lög nr. 8/1972, 36. gr.
Aðstöðugjald
Málavextir voru þeir, að brottfluttur bóndi, 73 ára gamall, átti nokkrar kindur í fyrrverandi heimilissveit sinni. Árið 1975 fækkaði hann þeim um 4 og nam bústofnsskerðing hans kr. 22.440,-. Gerði skattstjóri honum að greiða aðstöðugjald af bústofnsskerðingunni. Bóndinn taldi að bústofnsskerðingin væri ekki aðstöðugjaldsskyld skv. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 8/1972, þar sem hér væri ekki um rekstrarútgjöld að ræða og ekki fyrningu né vöru- eða efnisnotkun. Hér væri verið að breyta bústofni í peninga. Þá tók hann fram, að fjáreign sín væri frekar til tómstundagamans en tekjuöflunar.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Fallast má á það hjá kæranda, að umrædd fjáreign hans sé ekki þess eðlis, að hún eigi að valda aðstöðugjaldsskyldu hjá honum skv. 36. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga og er kæra hans því tekin til greina.“