Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 568/1976

Gjaldár 1975

Lög nr. 8/1972, 36. gr  

Aðstöðugjald

Málavextir voru þeir, að kærandi hafði skv. framtali 1975 keypt 7 bifreiðar og selt 5 á árinu 1974. Gerði skattstjóri honum að greiða aðstöðugjald af kostnaðarverði hinna seldu bifreiða.

Ríkisskattanefnd taldi, að þessi bifreiðaviðskipti á árinu 1974 hefðu eigi verið stunduð í þeim mæli að líta bæri á þau sem atvinnurekstur í skilningi 1. málsgr. 36. gr. laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga. Voru kröfur kæranda um niðurfellingu aðstöðugjaldsins vegna þessara viðskipta teknar til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja