Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 574/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 8/1972, 23. gr.  

Álagningarstofn útsvars - Félagsgjöld atvinnurekanda - Atvinnurekstrargjöld

Kærður var sá úrskurður skattstjóra að synja kæranda um að draga frá útsvarsstofni kr. 50.000,-, sem var félagsgjald til Félags ísl. stórkaupmanna.

Af hálfu kæranda komu fram mótmæli gegn röksemdafærslu skattstjóra, en úrskurður hans var á þá leið, að þar sem frádráttarheimild sú, sem þessi gjöld féllu undir væri í 13. gr., en ekki 11. gr. tekjuskattslaganna, væri ekki um að ræða rekstrargjöld, sem væru frádráttarbær frá tekjum til útsvars. Var af hans hálfu haldið fram, að ekki væri um að ræða tæmandi talningu á rekstrargjöldum í nefndri 11. gr. og yrði að meta það hverju sinni, hvað telja bæri rekstrargjöld. Af hálfu ríkisskattstjóra var fallist á sjónarmið kæranda og ríkisskattanefnd tók kröfur hans til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja