Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 829/1978

Gjaldár 1977

Lög nr. 67/1971   Lög nr. 14/1965  

Launaskattur - Slysatryggingargjald

Málavextir voru þeir, að kærandi var umboðsmaður tryggingafélaga úti á landi. Gerði skattstjóri honum að greiða launaskatt og slysatryggingargjald af umboðslaunum þeim sem hann fékk frá tryggingafélögunum. Kærandi mótmælti þessari skattheimtu og krafðist niðurfellingar álagðra gjalda á þeirri forsendu að tryggingafélögin sjálf hefðu greitt þessi gjöld af framtöldum umboðslaunatekjum skv. launamiðum. Sendi hann vottorð því til staðfestingar.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Framlögð vottorð X-og Y- tryggingarfélaga þess efnis, að félögin greiði launaskatt af greiðslum fyrir umboðsstörf kæranda þykja ekki gefa tilefni til breytinga á hinum kærða úrskurði, enda varða þau ekki gjaldskyldu hans sem sjálfstæðs gjaldanda launaskatts, heldur launaskatt viðkomandi félags.

Úrskurður skattstjóra er staðfestur.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja