Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 670/1976
Gjaldár 1975
Lög nr. 14/1965
Launaskattur
Deilt var um það, hvort kærandi teldist stunda sjálfstæða starfsemi og væri þannig launaskattsskyldur, en hann vann að járnalögnum í húsbyggingum. Taldi kærandi sig vera launþega hjá viðkomandi múrarameisturum, sem ábyrgð bæru á allri múrvinnu, þ. á m. járnalögnum skv. 4. kafla byggingarsamþykktar Reykjavíkur.
Af hálfu ríkisskattstjóra var gerð sú krafa að ef ríkisskattanefnd féllist á að telja kæranda launþega yrði tilfærður bifreiðakostnaður og verkfærakostnaður felldur niður af framtalinu.
Ríkisskattanefnd taldi m.a. með hliðsjón af því, hvernig laun væru fram talin á launamiðum og málinu væri að öðru leyti háttað, yrði ekki litið svo á, að kærandi stundaði sjálfstæðan atvinnurekstur. Var launaskattur hans því felldur niður. Hins vegar taldi ríkisskattanefnd gögn málsins ekki gefa tilefni til breytinga á öðrum gjöldum kæranda.