Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 793/1977

Gjaldár 1976

Lög nr. 14/1965  

Launaskattur

Samvinnufélag bænda í sveit nokkurri suðvestanlands hafði með höndum heyverkun fyrir félagsmenn sína. Reis ágreiningur með félaginu og skattstjóra um það, hvort starfsemi þessi væri launaskattsskyld. Kærði það launaskattinn til ríkisskattanefndar og krafðist niðurfellingar hans af eftirtöldum ástæðum:

1. Heyvinna á sveitabæjum væri undanþegin launaskatti.

2. H s.f. væri samtök bænda í tveim búnaðarfélögum um hraðþurrkun á heyi, þar sem einstakir bændur legðu til gras sem hráefni, en nytjuðu síðan heykökur á búum sínum til uppbóta á lélegum heyjum.

3. H s.f. verslaði ekki með heykökur og því væri hér um að ræða heyverkunaraðferð hliðstæða súgþurrkuninni.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Með því að eigi verður séð að starfsemi kæranda falli undir undanþáguákvæði 10. gr. reglugerðar nr. 119/1965 um launaskatt er úrskurður skattstjóra staðfestur."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja