Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 76/1976
Gjaldár 1975
Lög nr. 67/1971
Slysatryggingargjald
Kærð var sú ákvörðun skattstjóra að leggja á kæranda slysatryggingargjald atvinnurekenda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971. Var álagning gjaldsins vegna eins tonns trillubáts sem var í eigu kæranda, er hann kvaðst ekki nota í atvinnuskyni.
Segir svo í úrskurði ríkisskattanefndar:
„Hvorki 5. mgr. 36. gr. laga nr. 67/1971 né 9. gr. reglugerðar nr. 7/1964, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 39/1974 þykja veita ótvíræða heimild til að skylda kæranda til kaupa á umræddri tryggingu gegn vilja hans. Þykir því bera að taka kröfuna til greina.“