Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 494/1978

Gjaldár 1977

Lög nr, 57/1973, 5. gr, 6. gr.   Lög nr. 67/1971, 25. gr., 36. gr.  

Lögskráningartími sjómanna - Tryggingariðgjöld

Við endurskoðun launamiðafylgiskjals, sem kærandi hafði útfyllt, taldi skattstjóri tryggingarskyldar vinnuvikur þeirra sjómanna, sem voru lögskráðir í 35 vikur eða meira, 52 vikur. Rökstuddi hann þessa fjölgun þannig í úrskurði:

„Lögskráningartími sjómanns í skipsrúmi er ekki alfarið ráðningartími hans hjá útgerð. T.d. verður að telja lögboðið frí (orlof) og veikindadaga til ráðningartíma sjómanns hjá útgerð, ennfremur þá daga, sem sjómaður er fjarverandi með leyfi útgerðar.“

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Eins og fram kemur í úrskurði skattstjóra telur hann, að þann tíma sem sjómaður dvelur í landi í fríi eða af öðrum orsökum, sé hann áfram ráðinn hjá útgerðinni og beri því útgerðinni að greiða tryggingargjöld vegna þess tíma.....

Eigi kemur fram í gögnum málsins annað en laun þau, sem hér um ræðir séu eingöngu fyrir sjómennsku. Þykir því ekki nægilega rökstutt, að ástæða sé til annars en leggja lögskráningartíma umræddra sjómanna til grundvallar við ákvörðun vikufjölda til greiðslu tryggingariðgjalda. Er krafa kæranda tekin til greina, sbr. 25. gr. laga nr. 67/ 1971.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja