Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 701/1977

Gjaldár 1976

Lög nr. 67/1971, 25. gr., 36. gr.   Lög nr. 57/1973, 5. gr., 6. gr.  

Tryggingariðgjöld - Áætlun tryggingarskyldra vinnuvikna

Málavextir voru þeir, að skattstjóri taldi að með hliðsjón af greiddum launum hlytu tryggingarskyldar vinnuvikur að vera fleiri en upp var gefið í launaframtali. Með hliðsjón af því áætlaði hann þær fleiri en fram var tekið. Af hálfu kæranda var bent á, að hjá fiskverkunarfyrirtækjum væri mikið unnið í nætur- og helgidagavinnu og með hliðsjón af því væri fullt samræmi milli launagreiðslna og framtalinna vinnuvikna.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Í gögnum málsins kemur ekki fram af hendi álagningaryfirvalda rökstuðningur fyrir breytingu á fjölda hinna tryggingarskyldu vinnuvikna og þykir því bera að taka kröfu kæranda til greina.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja