Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 763/1978

Gjaldár 1975-1976

Lög nr. 10/1960  

Söluskattur - Sölugjald

Kærandi, sem hafði leigubifreiðaakstur að aukastarfi, leigði öðrum aðila bifreið sína til leiguaksturs. Skilmálar voru þeir, að leigutaki greiddi fasta upphæð mánaðarlega og sá jafnframt um daglegan rekstur bifreiðarinnar. Gerði skattstjóri leigusala að greiða söluskatt af leigunni og krafðist Ríkisskattstjóri þess, að úrskurður skattstjóra yrði staðfestur, þar sem lausafjárleiga, eins og þarna væri um að ræða, væri söluskattsskyld.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Greiðsla sú, er hinn umdeildi skattur er á lagður, er endurgjald fyrir afnot leigubifreiðarinnar. Þykja því eðli málsins samkvæmt eiga um hann að gilda sömu reglur í þessu sambandi og tekjur af akstri leigubifreiðar. Er því krafa kæranda tekin til greina.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja