Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 526/1976

Gjaldár 1970-1974

Lög nr. 10/1960  

Söluskattur

Ágreiningur reis um, hvort leiga á dráttarvél væri söluskattsskyld.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Þar sem umrædd dráttarvélaleiga virðist vera vegna notkunar dráttarvéla við vöruflutninga sem eru undanþegnir söluskatti, sbr. 3. lið 7. gr. laga nr. 10/1960 um söluskatt, er eigi talið rétt að leggja söluskatt á hana og er álagningin því felld niður að því leyti.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja