Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 772/1978

Gjaldár 1976

Lög nr. 10/1960  

Sölugjald

Málavextir voru þeir, að í ágúst 1976 keypti kærandi vörubifreið af verktakafyrirtæki og leigði hann síðan sama aðila bifreiðina fyrir kr. 270.000,- skv. samningi. Aldrei kom þó til greiðslu þessa gjalds í peningum, en í staðinn gerði leigutaki bifreiðina gangfæra og tók að sér að halda henni við. Skattstjóri lagði sölugjald á ofangreinda leiguupphæð og af hálfu ríkisskattstjóra var krafist staðfestingar á úrskurði hans. Segir í kröfugerð ríkisskattstjóra, að meginatriði málsins séu, að öll lausafjárleiga falli undir söluskattsskylda starfsemi „skv. 1. mgr. 1. gr., sbr. 2. gr. söluskattslaga, sjá f-lið 4. gr. sömu laga“. Ekki skipti máli hvernig féð sé notað af leigutaka.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Svo sem mál þetta liggur fyrir, þykir ekki örugg lagaheimild til álagningar sölugjalds. Er því krafa kæranda tekin til greina.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja