Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 975/1977
Gjaldár 1976
Lög nr. 10/1960
Söluskattur
Málefnið snerti rekstur mötuneytis um skamman tíma, og er úrskurður ríkisskattanefndar svohljóðandi:
„Kærð er álagning söluskatts fyrir skattárið 1976 og þess krafist, að viðbótarsöluskattur kr. 805.184,- og viðurlög kr. 92.596,- verði felld niður. Kærandi telur málsatvik þau að hann hafi annast rekstur mötuneytis fyrir sláturhús K-félags um tveggja mánaða skeið á árinu 1976. Kveðst kærandi hafa selt matinn á kostnaðarverði, samtals að fjárhæð kr. 4.831.303,- fyrir utan efni, sem hann færði til frádráttar heildarveltu við uppgjör til söluskatts. Skattstjóri taldi hins vegar að þessi starfsemi kæranda væri ekki undanþegin söluskatti og gerði kæranda að greiða viðbótarsöluskatt þann sem um er deilt.
Af hálfu ríkisskattstjóra er krafist staðfestingar á úrskurði skattstjóra með vísun til hans og úrskurðar ríkisskattanefndar nr. 305/1976.
Úrskurður skattstjóra er staðfestur með vísan til forsendna hans.“