Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 773/1976

Gjaldár 1974-1975

Lög nr. 10/1960, 8. gr. 4. mgr.  

Söluskattur

Gerð var krafa um endurgreiðslu á söluskatti fyrir tímabilið 1/1-31/12 1974. Fyrirtæki það, sem í hlut átti lýsti málavöxtum þannig, að við endurskoðun og uppgjör ársreikninga fyrir árið 1974 hafi komið í ljós, að þess hafi ekki verið gætt við gerð söluskattsskýrslna að draga aðkeypta vélavinnu frá heildartekjum af mulningsgerð. Vélavinna þessi hafi verið keypt með söluskatti og var gerð grein fyrir hvernig hún skiptist niður á seljendur.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Með vísun til 1. málsliðar 4. mgr. 8. gr. laga nr. 10/ 1960, sbr. 3. tölulið B-liðar 28. gr. reglugerðar nr. 169/1970 um söluskatt ber að taka kröfu kæranda til greina.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja