Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 182/1976

Gjaldár 1975

Lög nr. 10/1960, 7. gr. 7. tl.  

Söluskattur

Kærandi gerði þá kröfu, að fallið yrði frá álagningu viðbótarsöluskatts vegna skuggamyndasýningar og meðfylgjandi skýringa á sögusýningu Þjóðhátíðarnefndar á Kjarvalsstöðum. Hann kvað Þjóðhátíðarnefnd hafa beðið sig að sýna myndir á sögusýningunni og láta fylgja þeim persónulegar skýringar. Kærandi kvaðst hafa verið við þetta í einn og hálfan mánuð og tók sérstaklega fram, að hann hefði ekki selt myndir.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Líta ber svo á, að greiðsla frá Þjóðhátíðarnefnd kr. 382.445,- leiði af höfundarrétti kæranda að myndefni því er hann sýndi á sögusýningu nefndarinnar. Þykir því með hliðsjón af 11. tl. 14. gr. reglugerðar nr. 169/1970 mega fella niður söluskatt af þessari fjárhæð.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja