Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 769/1978
Gjaldár 1978
Lög nr. 10/1960
Sölugjald - Viðurlög
Kæranda var gert að greiða viðurlög kr. 75.361,- af söluskattsskilum fyrir septembermánuð 1977. Gerði hann þá kröfu, að fallið yrði frá beitingu viðurlaga, þar sem örðugleikar hefðu verið á söluskattsskilunum vegna verkfalls opinberra starfsmanna og taldi sig hafa haft heimildir fyrir því, að fallið yrði frá beitingu viðurlaga, ef sölugjaldi vegna septembermánaðar yrði skilað innan 10 daga frá 25.10. 1977. Kvaðst kærandi hafa póstlagt söluskattsskýrslu fyrir septembermánuð ásamt greiðslu þann 3.11. 1977.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Fallast má á kröfu kæranda með því að honum óviðráðanleg atvik komu í veg fyrir sölugjaldsskil á lögmæltum gjalddögum með venjulegum hætti.“