Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 35/1974

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 2. gr.  

Tvísköttunarsamningur

Kærandi vísaði til tvísköttunarsamnings milli Danmerkur og Íslands og krafðist að tekjur hans á Grænlandi, ísl. kr. 331.761,- á tímabilinu frá 15. júní til 15. nóv. 1971 væru ekki skattlagðar á Íslandi.

Í úrskurði ríkisskattanefndar sagði:

"Tvísköttunarsamningur nr. 13/1970 milli Íslands og Danmerkur tekur ekki til tekna, sem aflað er á Grænlandi, sbr. 3. gr. b-lið. Úrskurður skattstjóra er því staðfestur."

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja