Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1/1974

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 3. gr.  

Skattlagning fráskildra

Málavextir voru þeir, að kærandi (kona) skildi að borði og sæng þ. 11. nóv. 1971. Á skattframtali sínu fyrir gjaldárið 1972 taldi hún aðeins fram þær tekjur sem hún aflaði eftir að skilnaður fór fram.

Skattstjóri reiknaði henni skatt og útsvar af heildar árstekjum en þá álagningu kærði hún til ríkisskattanefndar.

Ríkisskattanefnd taldi að samsköttun hjónanna væri niður fallin við lok skattársins og kærandi væri sjálfstæður skattþegn við álagningu 1972. Með þessari athugasemd var úrskurður staðfestur.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja