Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 535/1974

Gjaldár 1973

Lög nr. 68/1971, 3. gr. 2. mgr.  

Tekjur eiginkonu

Eiginkona kæranda naut sjómannafrádráttar að fjárhæð kr. 63.418,- vegna starfa sinna hjá Eimskipafélagi Íslands h.f. Taldi skattstjóri að draga bæri sjómannafrádráttinn frá launatekjum konunnar áður en 50% af tekjum hennar væru reiknuð til frádráttar. Kærandi krafðist þess, hins vegar, að 50% af heildarlaunum hennar væru færð til frádráttar og sjómannafrádráttur að auki.

Með vísan til 2. mgr. 3. gr. laga nr. 68/1971 féllst ríkisskattanefnd á kröfur kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja